
Sumarnámskeið FGR 2025
- Allur aldur
- 9.4.2025 - 27.6.2025
- Þorláksgeisli
Sumarnámskeið FGR - Skráning er hafin!

🌞Skemmtilegt og uppbyggilegt frisbígolfnámskeið fyrir börn – sumarið 2025
Frisbígolfnámskeið FGR eru frábært tækifæri fyrir börn að kynnast skemmtilegri og heilsusamlegri íþrótt undir leiðsögn reynslumikilla leiðbeinenda. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 10–15 ára, en við tökum gjarnan á móti yngri og eldri börnum í samráði við foreldra og forráðamenn.
📍Staðsetning og aðstaða
Kennslan fer fram á frisbígolfvellinum okkar í Þorláksgeisla í Grafarholti, einum glæsilegasta velli landsins með aðstöðu sem hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Við völlinn er félagsheimilið Geisli með góðum aðbúnaði, salernisaðstöðu og skjól fyrir veður og vind – þó við vonumst auðvitað eftir blíðu!
📅Tímasetningar og hópar – takmarkað pláss!
Námskeiðin standa yfir frá kl.10:00–14:00 alla virka daga og skiptast í tvo hópa:
Hópur 1 : 23. júní – 27. júní
Hópur 2 : 30. júní – 4. júlí
Verð: 24.900 kr.
📦Innifalið í námskeiðinu
Val á frisbídisk að eigin vali úr verslun Folfarans í Geisla
Lokamót og grillveisla með glaðningi fyrir alla þátttakendur
Möguleiki á merktum bol eða derhúfu sem hluta af þátttöku (upplýsingar síðar)
🎯Daglegt skipulag og æfingar
Hver dagur skiptist í þrjú “hólf” með fjölbreyttum æfingum og tveimur hressandi pásum inn á milli. Námskeiðið byggir á því að veita börnum tækifæri til að prófa sem flesta þætti íþróttarinnar:
Löng köst æfð á kastsvæðinu
Púttæfingar, ýmist við félagsheimilið eða á völdum brautum
Græninginn nýttur bæði í leik og til að æfa tæknileg köst
Valdar keppnisbrautir spilaðar í litlum hópum (hollum) þar sem allir fá að reyna sig
Við ætlum að skráningu lokinni að skipta hópnum niður eftir aldri, getu eða áhugasviði, og tryggja þannig að allir njóti sín sem best. Við verðum a.m.k. tveir leiðbeinendur með hópnum á hverjum degi.
👥Kennarar námskeiðsins
Leiðbeinendur eru öll virk í starfi Frisbígolffélags Reykjavíkur og hafa mikla reynslu í kennslu og starfi með börnum:
Kristján Dúi– Íþróttakennari við Fellaskóla og leiðbeinandi í frisbígolfi
Harpa María– Sérfræðingur í barnastarfi FGR og margreynd námskeiðshaldari
Eiríkur Örn– Kraftmikill nýliðari í kennarateyminu með mikinn áhuga og eldmóð
Við hlökkum mikið til að taka á móti fjölbreyttum hópi frisbíáhugafólks og bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í sumar með okkur!
📬Skráning og upplýsingar
Skráning fer fram hér á Abler síðu FGR. Fyrir frekari upplýsingar sendu okkur póst á fgr@fgr.is.
Við mælum með að skrá sig tímanlega – fyrstir koma, fyrstir fá!