Um fristund.is

Á vefsíðunni fristund.is hefur Reykjavíkurborg aðgengilegar, á einum stað, upplýsingar um íþrótta og tómstundastarf í borginni. Frístundavefurinn er eingöngu upplýsingavefur en skráningar fara fram hjá viðkomandi félagi. Á vefnum er að finna upplýsingar frá aðilum að Frístundakorti Reykjavíkur ásamt frístundamiðstöðvum borgarinnar, söfnum og öðrum aðilum sem bjóða upp á frístundastarf í borginni. Vefurinn birtir sjálfkrafa upplýsingar úr skráningakerfunum Abler, Völu og Innu. Námskeiðshaldarar sem nýta önnur kerfi geta skráð sín námskeið inn í gegnum viðburðadagatal borgarinnar Hvirfill.reykjavik.is þeim að kostnaðarlausu.  

Það er valkvætt fyrir félög að senda inn upplýsingar á vefinn og því er fristund.is ekki tæmandi upplýsingarveita um framboð.  
Það er von okkar að þetta verði til þæginda fyrir alla borgarbúa og fyrir félög til að kynna sína starfsemi. 

 

Hvernig skrái ég námskeið á fristund.is  

Ef þú notar skráningarkerfin Abler, Innu og Völu birtast námskeið sjálfkrafa á vefnum fristund.is. Ef námskeiðshaldarar nýta önnur skráningakerfi eða hafa ekki skráningarkerfi er hægt að skrá námskeið inn á vefinn í gegnum viðburðadagatal borgarinnar Hvirfill.reykjavik.is.  

Stofna þarf notanda í kerfinu með því að smella á Innskrá í hægra horni og þar Búa til aðgang. Þegar notandi hefur verið stofnaður er hægt að skrá námskeið í kerfið sem síðan birtast á fristund.is þegar notandi hakar við að námskeið eigi að birtast þar.  

 

Viltu tengja skráningarkerfi við fristund.is  

Vinsamlega hafðu samband við menningar og íþróttasvið Reykjavíkurborgar í gegnum netfangið fristundakort@reykjavik.is og þér verið gefið samband við rétta aðila til að annast málið.